Fara í efni

Aðalskipulagsbreyting, Ný vegtenging, útrás og hreinsivirki

19.01.2022

Sveitarstjórn Múlaþings hefur samþykkt að kynnt verði skipulagslýsing fyrirhugaðra breytinga á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020 vegna nýrrar vegtengingar, útrásar og hreinsivirkis í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin gerir ráð fyrir stækkun á athafnasvæðinu við Innri-Gleðivík, nýrri vegtengingu frá þjóðvegi 1 að athafna- og iðnaðarsvæðinu við Innri – Gleðivík, nýjum fráveitumannvirkjum frá Innri – Gleðivík, Ytri – Gleðivík og Djúpavogi þvert yfir Langatanga og út í sjó við Bóndavörðumöl.

Áformin verða kynnt á facebook síðu Múlaþings fimmtudaginn 20. janúar kl. 17:00 og verður upptakan aðgengileg áfram. Jafnframt verður hægt að nálgast lýsinguna á skrifstofum sveitarfélagsins að Lyngási 12, Egilsstöðum, Geysi, Djúpavogi og hér á heimasíðunni.

Almenningi er gefinn kostur á að senda inn ábendingar og/eða athugasemdir til skipulagsfulltrúa Múlaþings Lyngási 12, 700 Egilstöðum eða á netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is til og með 10. febrúar 2022.

Skipulagsfulltrúi Múlaþings

Sigurður Jónsson

 

Kynningargögn:

Skipulags- og matslýsing, dags. 29.12.2021

Getum við bætt efni þessarar síðu?