Fara í efni

Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045

25.03.2025

Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti 12. mars 2025 að kynna vinnslutillögu vegna nýs Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045 í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Um er að ræða fyrsta heildstæða aðalskipulag Múlaþings þar sem sett er fram stefna um landnotkun og framtíðarsýn sveitarfélagsins sem ætlað er að stuðla að hagkvæmri þróun byggðar, m.a. með því að skapa sem best skilyrði fyrir atvinnulíf og gera búsetu á svæðinu eftirsóknarverða.

Rafræn kynning á skipulaginu verður gerð aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins en einnig verða íbúafundir þar sem skipulagið verður kynnt og þátttakendum gefinn kostur á að ræða við skipulagsráðgjafa og kjörna fulltrúa.

Egilsstaðir, Valaskjálf. 2. apríl, kl. 17:00 - 19:00.

Borgarfjörður, Fjarðarborg. 3. apríl, kl. 17:00 - 19:00.

Seyðisfjörður, Herðubreið. 9. apríl kl. 17:00 - 19:00.

Djúpivogur, Hótel Framtíð. 10. apríl kl. 17:00 - 19:00.

Skipulagsgögn eru aðgengileg í gegnum vef Skipulagsstofnunar, www.skipulagsgatt.is, undir málsnúmerinu 1030/2023. Óskað er eftir að umsagnir og ábendingar berist fyrir 5. maí 2025 á rafrænan hátt í gegnum Skipulagsgátt. Hægt er að óska eftir nánari leiðbeiningum á netfanginu skipulagsfulltrui@mulathing.is

Smelltu hér til að skoða gögn og skila inn athugasemd

Umsagnir um skipulagsmál teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn og umsagnir koma fram í fundargerðum sveitarfélagsins og eru aðgengileg opinberlega á Skipulagsgáttinni.

Skipulagsfulltrúi Múlaþings

Sigríður Kristjánsdóttir

Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd