Fara í efni

Vefstefna Múlaþings

Vefstefna Múlaþings tekur til vefsins mulathing.is og samfélagsmiðla sveitarfélagsins. Leiðarljósið við vinnu á vef og samfélagsmiðlum er að vera upplýsandi, aðgengileg og bjóða fyrsta flokks rafræna þjónustu. Þannig er hugað að góðri ímynd og ásýnd sveitarfélagsins.

Vefstefnan skal höfð til hliðsjónar varðandi útlit, skipulag og ritstjórn vefsins. Vefur og samfélagsmiðlar eru á ábyrgð Kynningateymis og Upplýsinga- og tækniteymis.

Miðlun upplýsinga

Vefur Múlaþings er alhliða upplýsingaveita sveitarfélagsins, samhliða honum eru samfélagsmiðlar notaðir til að vekja athygli á efni á vefsins. Á vefnum skal vera auðvelt að finna upplýsingar sem leitað er að.

Þjónusta

Vefur Múlaþings skal vísa í þá miðla og aðrar samskiptaleiðir sem notaðar eru hverju sinni vegna þjónustu við kjörna fulltrúa, umsókna um þjónustu og fyrirspurna til sveitarfélagsins.

Viðmót

Upplifun og þarfir notenda vefsins skal ávallt höfð að leiðarljósi við upplýsingahönnun og skipulag á vefnum. Vefurinn skal vera aðgengilegur í öllum helstu tækjum sem eru í notkun hverju sinni og aðgengi allra hópa skal tryggt.

Efnistök

Efnistök skal hafa einföld og skýr og myndefni lýsandi. Vanda skal málfar og stafsetningu. Efni skal uppfært reglulega til að halda vefnum réttum og faglegum.

Þróun og framtíðarsýn

Hugað skal að framþróun á vefnum og nauðsynlegar breytingar gerðar til að halda í við tækniþróun. Við mat á breytingum skal notast við mælingar og kannanir og tryggja að vefurinn uppfylli lög sem um hann kunna að gilda.

Framkvæmd

Vefstefnunni er framfylgt með gerð vefhandbókar sem lýsir verklagi starfsfólks sem vinnur við vef og/eða samfélagsmiðla.

 

Samþykkt í sveitarstjórn Múlaþings 9. febrúar 2022

Síðast uppfært 10. maí 2022
Getum við bætt efni þessarar síðu?