Fara í efni

Sköpun og skuggavinna - myndlistarnámskeið fyrir ungt fólk

Vegahúsið Egilsstöðum 2.- 3. apr 2025

Sköpun og skuggavinna, spennandi myndlistarnámskeið fyrir ungmenni 16-25 ára, unnið verður með grímugerð og ýmiss konar sköpun.

Námskeiðið, sem fer fram í Vegahúsinu 1.-3. apríl, er þátttakendum að kostnaðarlausu en óskað er eftir að ungmennin skrái sig til að auðvelda undirbúning og efniskaup.

Myndlistarkennararnir og listmeðferðarfræðingarnir Íris Lind Sævarsdóttir og Elva Rún Klausen sjá um námskeiðið. Skráning: irislindnamskeid@gmail.com eða elva.run@me.is.

Námskeiðið er styrkt af Lýðheilsusjóði.


Sköpun og skuggavinna - myndlistarnámskeið fyrir ungt fólk

Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd