Jonni og Jitka syngja inn páskahátíðina með hugljúfum tónum í Sláturhúsinu. Þau hafa komið fram sem dúett í allnokkur ár, með hléum þó. Nú gefst einstakt tækifæri til að koma og hlusta á sérstakan flutning þeirra á bæði þekktum lögum og frumsömdum.
Jitka Hermankova kemur frá Tékklandi en Jonni er héðan að austan.
Frjáls framlög við innganginn!
/
The duo Jonni and Jitka will ease us into the Easter holidays with a concert in Slaturhusid. The playbook consists of both their own music as well as known songs.
Entrance fee is a voluntary contribution!
