Fara í efni

Hammondhátíð Djúpavogs

25.-27. apr 2025

Hammondhátíð Djúpavogs fer fram í 17. skipti dagana 24.-27. apríl. Markmið hennar er sem fyrr að heiðra Hammondorgelið en eftir því sem næst verður komist er þetta eina hátíðin í heiminum sem tileinkuð er því hljóðfæri. Hátíðin hefur vaxið jafnt og þétt í gegnum árin og er nú ein af elstu og stærstu tónlistarhátíðum sem fram fara á landsbyggðinni

Meðal þeirra sem koma fram í ár eru Nanna, Rakel, Salóme Katrín, FM Belfast, Jónas Sig & rítvélar framtíðarinnar og Páll Óskar. Auk þess fer fram fjölbreytt "utandagskrá" alla daga hátíðarinar. 

Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd