The Filling Station
21. janúar 2023 kl. 10:00-13:00
ÓKEYPIS NÁMSKEIÐ fyrir unga Seyðfirðinga
LungA skólinn býður íbúum á Seyðisfirði upp á ókeypis þriggja tíma námskeið til að fagna því að ný námsbraut skólans sem nefnist Land, hefur hafið göngu sína.
Frá sjó til borðs
Dagsetning: Laugardaginn 21. janúar: 10:00-13:00
Umsjónarmaður: Þrándur Gíslason Roth
Staðsetning: The Filling Station
Þátttakendur fara í gegnum ferlið frá því að fiskur er veiddur og þangað til hann er klár sem fullbúin máltíð. Farið verður í gegnum flökun, snyrtingu og roðflettingu. Að því loknu munum við útbúa einfaldann fiskrétt til smökkunar.
Markmið námskeiðisins er að gefa ungmennum innsýn inn í ferlið sem leiðir til þess fisks sem þau eru vön að borða á heimilum sínum og færa þau nær því að geta verkað og lagt til heimilsins það sem þau fiska sjálf.
Lengd: 2-3 klst
Hámarksfjöldi þátttakenda: 12 manns.
Skráning nauðsynleg: celia@lunga.is fyrir 20. jan.