Fara í efni

Bókmenntir minnihlutahópa á Norðurlöndum - Demos Culture Project

Bókasafn Seyðisfjarðar 3. apríl 2025 kl. 15:00-16:00

Rebecca Caroline Kent kemur í heimsókn og les fyrir okkur úr barnabók sinni The Grumpy Whale.

Um bókina:

Sagan er innblásin af gamalli íslenskri þjóðsögu og íslenskri náttúru. Þessi heillandi barnabók fer með unga lesendur í merkilegt ferðalag. Vinátta, umhverfishyggja og persónulegur þroski er rauður þráður í gegnum söguna. „The Grumpy Whale“ töfrar ung hjörtu með líflegum myndskreytingum og dýrmætri lífsfræðslu. Höfundur nýtir boðskap sögunnar til að kveikja umræður um umhverfisvernd. Sagan sýnir áhrif mannlegra athafna á náttúruna og mikilvægi þess að varðveita plánetuna okkar fyrir komandi kynslóðir.

Um höfundinn:

Rebecca er ástríðufullur umhverfissinni, ævintýrakona og köfunarkennari. Hún er með meistaragráðu í ábyrgri ferðaþjónustu og BA gráðu í sjávarumhverfisfræðum og leitast við að skilja og vernda náttúruna. Hún er upprunalega frá Bretlandi, kom til Íslands í sumarvinnu og varð samstundis ástfangin af náttúru landsins, ríkri menningu og hrífandi sögu. Sem móðir viðurkennir Rebecca mikilvægi þess að ala upp ást og virðingu fyrir náttúrunni í ungum hugum.

-----

Rebecca Caroline Kent is going to be here and read to us from her children's book The Grumpy Whale.

About the book:

Inspired by an old Icelandic folk story and Icelandic nature. This enchanting children’s book takes young readers on a remarkable journey. Themes of friendship, environmentalism, and personal growth throughout the story. “The Grumpy Whale” promises to captivate young hearts with its vibrant illustrations and valuable life lessons. Serving a powerful message to spark discussions about environmentalism. The book showcases the impact of human actions on nature and the importance of preserving our planet for future generations.

About the Author:

Rebecca is a passionate environmentalist, adventurer, and scuba diving instructor. With a Master’s degree in Responsible Tourism Management and a Bachelor’s degree in Marine Environmental Studies. Rebecca is committed to understanding and protecting the natural world. Originally from the UK, she ventured to Iceland for a summer job and instantly fell in love with the country’s awe-inspiring nature, rich culture, and captivating history. As a mother, Rebecca recognises the importance of instilling a love and respect for nature in young minds.


Bókmenntir minnihlutahópa á Norðurlöndum-Demos Culture Project

Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd