Haldinn verður upplýsingafundur fyrir Seyðfirðinga mánudaginn 18. janúar kl. 17.00. Tilgangur fundarins er að upplýsa íbúa Seyðisfjarðar um stöðu mála. Fundurinn fer fram í gegnum Facebooksíðu Múlaþings. Farið verður yfir helstu atriði sem fram koma á fundinum á ensku og pólsku. Íbúar geta sent inn spurningar fyrir fundinn á netfangið mulathing@mulathing.is
Dagskrá
Stutt innlegg frá eftirfarandi aðilum:
Björn Ingimarsson, sveitastjóri Múlaþings
Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, þjónustumiðstöð almannavarna, Herðubreið
Júlía Sæmundsdóttir, félagsmálastjóri Múlaþings
Sérfræðingur frá Veðurstofunni
Jón Haukur Steingrímsson, sérfræðingur frá Eflu
Svör við spurningum
Samantekt á ensku og pólsku