Fara í efni

Yfirlit frétta

Seyðisfjörður
20.12.20 Fréttir

Uppfært 12.47 - Staða mála á Seyðisfirði

Unnið er að frekari mælingum og athugunum á skriðusvæðum á Seyðisfirði. Jafnframt er verið er að kanna möguleikann á afléttingu rýmingar á hluta bæjarins.
Fjöldahjálparstöðin opin sunnudag
19.12.20 Fréttir

Fjöldahjálparstöðin opin sunnudag

Fjöldahjálparstöðin í Egilsstaðaskóla verður opin frá kl. 8 sunnudaginn 20. desember og verður opin til kl. 21. Þar er boðið upp á morgunmat og hádegisverð.
Aurskriður á Seyðisfirði - rýming
19.12.20 Fréttir

Aurskriður á Seyðisfirði - rýming

Sprungur milli Búðarár og Nautaklaufar á Seyðisfirði voru skoðaðar í dag með flygildum. Veðurstofa Íslands fer yfir gögnin í kvöld og í fyrramálið. Vatnsþrýstingur hefur farið minnkandi í jarðvegi.
Seyðisfjörður
19.12.20 Fréttir

Staða mála á Seyðisfirði

Vinna er enn í gangi á Seyðisfirði við stöðumat innviða, á rafmagni, vatnsveitu, fráveitu og fleira. Þá er á vegum Veðurstofu verið að meta hættu á frekari skriðuföllum.
Aurskriður á Seyðisfirði - rýming
19.12.20 Fréttir

Aurskriður á Seyðisfirði - rýming

Fundur var í morgun haldinn með almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, aðgerðastjórn á Austurlandi ásamt Veðurstofunni vegna atburða á Seyðisfirði. Unnið er að stöðumati á innviðum eins og rafmagni, vatnsveitu, fráveitu og fleira. Þá er hættustig vegna aurskriða og neyðarstig almannavarna eftir atburði gærdagsins.
Fjöldarhjálpastöðin opin í dag
19.12.20 Fréttir

Fjöldarhjálpastöðin opin í dag

Fjöldarhjálpastöðin í Egilsstaðaskóla var opnuð kl. 8 í morgun og verður opin til kl. 21 í kvöld. Þar er boðið upp á morgunmat og hádegisverð.
Fjöldahjálparstöð opnar frá kl. 8
18.12.20 Fréttir

Fjöldahjálparstöð opnar frá kl. 8

Fjöldahjálparstöð opnar frá kl. 8 Fjöldahjálparstöðin í Egilsstaðaskóla verður opin frá kl. 8.00 laugardaginn 19. desember og verður hægt að fá þar morgunverð.
Uppfært kl. 12.08 : Aurskriður á Seyðisfirði - hættustig
18.12.20 Fréttir

Uppfært kl. 12.08 : Aurskriður á Seyðisfirði - hættustig

Heldur hefur bætt í úrkomu á Seyðisfirði. Hreinsunarstarf gengur því hægt þar sem mörg svæði eru enn lokuð. Vinna er þó í gangi og metið reglulega hversu mikið og hratt hægt er að stækka vinnusvæðið. Ekki þykir enn óhætt fyrir íbúa á rýmingarsvæðum að huga að húsum sínum. Það er þó til mats einnig og verður kynnt um leið og það þykir óhætt. Íbúar annars hvattir til að leita frekari upplýsinga hjá vettvangsstjórn í húsi björgunarsveitarinnar Ísólfs.
Mynd fengin af visir.is
18.12.20 Fréttir

Uppfært kl. 10.06 : Aurskriður á Seyðisfirði - hættuástand

Hættuástand er enn á rýmingarsvæði á Seyðisfirði og umferð þar óheimil sem stendur. Beðið er birtingar til að meta ástand og gera ráðstafanir til að tryggja öryggi. Gera má ráð fyrir að rýming standi í sólarhring til viðbótar að minnsta kosti. Dregið hefur lítillega úr úrkomu og standa vonir því til að ástandið fari skánandi úr þessu. Versni staðan hinsvegar er áætlun um frekari rýmingar eða útvíkkun á varúðarsvæðum. Íbúar eru beðnir um að gæta fyllstu varúðar sem fyrr. Næstu tilkynningar er að vænta um hádegi.
Uppfært kl. 7.37 Aurskriður á Seyðisfirði - hættustig
18.12.20 Fréttir

Uppfært kl. 7.37 Aurskriður á Seyðisfirði - hættustig

Mikil úrkomuákefð hefur verið á Seyðisfirði í gærkvöldi og í nótt. Í gærkvöldi voru þau svæði þar sem fólk í húsum var beðið um að gæta varúðar stækkuð. Í nótt féllu tvær skriður úr Nautaklauf sem er sami farvegur og stærsta skriðan á þriðjudaginn féll úr. Fyrri skriðan féll upp úr kl. 1 og önnur skriða féll um tveimur tímum seinna. Sú skriða tók með sér mannlaust timburhús og flutti um 50 m. Það hús var innan svæðis sem hafði verið rýmt. Í kjölfarið var staðan endurmetin og nokkur hús til viðbótar rýmd.
Getum við bætt efni þessarar síðu?