Fara í efni

Vinnufundur vegna þjónustu í þágu farsældar barna

10.04.2025 Fréttir

Mánudaginn 7. apríl var haldinn vinnufundur allra tengiliða og málastjóra vegna þjónustu í þágu farsældar barna í Múlaþingi og á Vopnafirði.

Á fundinn mættu tengiliðir í leik- og grunnskólum, Menntaskólanum á Egilsstöðum og hjá HSA í Múlaþingi og á Vopnafirði og einnig allir málstjórar hjá félagsþjónustu Múlaþings.

Markmið vinnufundarins var að skapa tengsl og þróa verklag til að mæta börnum og fjölskyldum þeirra sem best.

Meira um þjónustu í þágu farsældar barna má finna hér Farsæld barna.

 

Vinnufundur vegna þjónustu í þágu farsældar barna
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd