Föstudaginn 21. febrúar kl. 13:00-14:00 verða Sigríður Kristjánsdóttir skipulagsfulltrúi Múlaþings og Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála til viðtals á bæjarskrifstofunni á Seyðisfirði.
Þær vilja bjóða bæjarbúum að koma við og spjalla ef áhugi er fyrir hendi. Endilega nýtið tækifærið ef ykkur liggur eitthvað á hjarta er varðar skipulagsmál.