Fara í efni

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna kosninga

15.11.2024 Fréttir

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga til Alþingis þann 30. nóvember 2024 er hafin og fer fram á skrifstofum sýslumanns sem hér segir frá og með 15. nóvember 2024:

  • Egilsstaðir, Lyngás 15, virka daga frá kl. 9:00 – 17:00. Um helgar frá 10:00-13:00. Á kjördag frá kl. 10:00 – 14:00.
  • Eskifjörður, Strandgata 52, virka daga frá kl. 9:00 – 17:00. Um helgar frá 10:00-13:00.
  • Seyðisfjörður, Bjólfsgata 7, mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00-15:00 en föstudaga kl. 9:00-14.00. Á kjördag frá kl. 14:00 – 16:00.

Vopnafjörður, Lónabraut 2, mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00-15:00 en föstudaga kl. 9:00-14:00. Um helgar frá 10:00-13:00. Á kjördag frá kl. 11:00 – 14:00.

Hægt verður að kjósa á skrifstofu sveitarfélagsins Múlaþings á Djúpavogi og á Borgarfirði eystri frá og með mánudeginum 18. nóvember 2024 til og með 29. nóvember 2024 sem hér segir:

  • Djúpivogur, Bakka 1, mánudaga til fimmtudaga kl. 10:00-14:00 en föstudaga kl. 10:00-12:00.
  • Borgarfjörður eystri – Hreppstofa, mánudaga til fimmtudaga kl. 10:00-14:00 en föstudaga kl. 10:00-12:00.

Kjósendur skulu hafa meðferðis gild persónuskilríki (ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini).

Unnt er að framvísa rafrænu ökuskírteini.

Atkvæðagreiðsla á heilbrigðis- og öldrunarstofnunum verður auglýst innan hlutaðeigandi stofnana og á www.syslumenn.is.

Umsókn um atkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, skal berast eigi síðar en fimmtudaginn 28. nóvember kl. 10:00. Umsóknareyðublað má nálgast hjá embættinu og á vef landskjörstjórnar www.kosning.is.

Athygli er vakin á því að kjósandi ber sjálfur ábyrgð á að koma atkvæði til skila, kjósi hann utan kjörfundar hjá kjörstjóra utan sinnar kjördeildar, sbr. 2. mgr. 76. gr. kosningalaga nr. 112/2021. Nægjanlegt er að koma utankjörfundaratkvæði í einhverja kjördeild þess kjördæmis þar sem kjósandi er á kjörskrá.

Allar almennar upplýsingar um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar má finna á www.kosning.is.

 

Sýslumaðurinn á Austurlandi,

Birna K. Einarsdóttir, fulltrúi sýslumanns.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna kosninga
Getum við bætt efni þessarar síðu?