Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Forsetakosninga hefst á skrifstofum embættis sýslumannsins á Austurlandi fimmtudaginn 2. maí næstkomandi að útgefinni auglýsingu Landskjörstjórnar um framboð.
Hægt er að greiða atkvæði utan kjörfundar á opnunartíma sýsluskrifstofa, mánudaga til fimmtudaga klukkan 09:00-15:00, en föstudaga klukkan 09:00-14:00.
Skrifstofur embættisins eru á eftirtöldum stöðum:
- Bjólfsgötu 7, Seyðisfirði
- Strandgötu 52, Eskifirði
- Lyngási 15, Egilsstöðum
- Lónabraut 2, Vopnafirði
Kjósendur skulu hafa meðferðis gild persónuskilríki (ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini). Hægt verður að skanna skilríki sem vistuð eru í síma.
Frá 21.–31. maí verður hægt að kjósa á skrifstofu sýslumanns á Egilsstöðum og á Eskifirði, mánudaga til föstudaga frá klukkan 9-17.
Hægt verður að kjósa á skrifstofu sveitarstjórnar Múlaþings á Djúpavogi og á Borgarfirði eystri frá og með mánudeginum 6. maí 2024 sem hér segir:
- Skrifstofa Múlaþings Borgarfirði eystra – Hreppsstofa. Skrifstofa á Borgarfirði opin virka daga milli klukkan 8:00 til 12:00 og 13:00 til 16:30
- Skrifstofa Múlaþings Djúpavogi – Bakki 1. Skrifstofa á Djúpavogi opin virka daga milli klukkan 10:00 til 14:00 nema föstudaga frá kl. 10:00 til 12:00
Kosningar á sjúkrastofnunum verða auglýstar þegar nær dregur.
Sýslumaðurinn á Austurlandi
Lárus Bjarnason, sýslumaður