Viðræður milli HEF veitna, Múlaþings og RARIK eru hafnar um framsal fjarvarmaveitu Seyðisfjarðar. Í tengslum við þá vinnu er óskað eftir upplýsingum frá íbúum um hvernig húshitun er háttað á hverju heimili. Mikilvægt er að fá góða svörun frá íbúum svo hægt sé að byggja á raunhæfum upplýsingum í þeirri vinnu sem nú er unnin.
Hægt er að skanna meðfylgjandi QR kóða til að svara stuttri könnun sem mun nýtast við að greina stöðu innviða bæjarins og undirbúa næstu skref.
Einnig er hægt að:
- Hringa í HEF veitur í síma 470 0780
- Senda tölvupóst á hef@hef.is. Í tölvupósti þarf að tilgreina fullt nafn, símanúmer, heimilisfang, upplýsingar um núverandi kyndingarkerfi heimilisins (til dæmis vatnslagnakerfi eða rafmagnsofnar.)
Með fyrirfram þökk fyrir innsend svör og samstarf.
HEF veitur.