Fara í efni

Útsending - Upplýsingafundur um sorpmál í Múlaþingi

18.02.2025 Fréttir

Fimmtudaginn 20. febrúar klukkan 17:00 – 18:00 verður haldinn rafrænn upplýsingafundur um sorpmál sveitarfélagsins. Farið verður yfir sorphirðumál í sveitarfélaginu undanfarna mánuði sem og helstu breytingar sem verða innleiddar á þessu ári.

Hafi íbúar spurningar um sorpmál sveitarfélagsins sem þeir óska eftir að fá svör við á fundinum eru þeir beðnir um að senda þær á mulathing@mulathing.is

Hlekk á fundinn verður að finna á heimasíðu Múlaþings sem og Facebooksíðu sveitarfélagsins.

 

Dagskrá fundarins:

  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir, sveitarstjóri Múlaþings, opnar fundinn.
  • Stefán Aspar Stefánsson, verkefnastjóri umhverfismála, fer yfir sorphirðumál undanfarinna mánaða sem og þær breytingar sem verða innleiddar á þessu ári.
  • Fulltrúar frá Kubbi ehf. kynna starfsemi fyrirtækisins í sveitarfélaginu.
  • Innsendum spurningum svarað.

Öll hjartanlega velkomin.

Útsending - Upplýsingafundur um sorpmál í Múlaþingi
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd