Fara í efni

Tónlistarskólinn í Fellabæ á ferð og flugi

04.04.2025 Fréttir

Mikið hefur verið um að vera hjá nemendum og starfsfólki tónlistarskólans í Fellabæ og þau komið víða við undanfarið. 

Jóna Þyri nemandi 10. bekkjar í Fellaskóla er einnig nemandi við tónlistarskólann og hreppti hún 1. sæti í söngavkeppni Samaust með flutningi á laginu Black Velvet. Flutningurinn tryggði henni sæti í söngvakeppni Samfés en þar mun hún keppa fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar Nýjungar. 

Kvennakórinn Hérðasdætur, sem er meðal annars skipaður söngnemendum úr tónlistarskólanum, hélt skemmtikvöld í Valaskjálf síðasta föstudag og spiluðu þar undir kennarar skólans og nemendur, núverandi sem og fyrrverandi. 

Kjellingakórinn Vasele Babe spilaði á Tehúsinu síðasta laugardag, í honum má finna bæði nemendur og kennara skólans. Undirspil var í höndum kennara tónlistarskólans. 

Söngnemendur skólans komu einnig fram bæði í einsöng og kór í Gospel messu í Egilsstaðakirkju á sunnudaginn. 

Þá hefur sú skemmtilega hefð skapast að tónlistarskólanemendur bæði í Fellabæ og á Egilsstöðum komi fram á Dyngju og spili fyrir heimilisfólk. Þessir viðburðir eru frábært tækifæri og æfing fyrir nemendur í því að koma fram og skemmtilegt uppbrot fyrir íbúa á Dyngju. 

Hægt er að fylgast með því helsta sem tónlistarskólinn er að fást við hverju sinni á heimasíðu Tónlistarskólans í Fellabæ.

Mynd: Tónlistarskólinn í Fellabæ. Á myndinni eru nemendur sem sungu á Dyngju þann 1. apríl og kennar…
Mynd: Tónlistarskólinn í Fellabæ. Á myndinni eru nemendur sem sungu á Dyngju þann 1. apríl og kennarar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd