Í gær varð vart við grugg í neysluvatni á Seyðisfirði. Orsök þess er að gerðar voru prófanir á brunahönum á Seyðisfirði á nokkrum stöðum. Meðal þeirra voru nýir brunahanar sem aldrei höfðu verið prufaðir og lagnir við þá eftir uppsetningu ekki skolaðar fyrr en nú. Þessu fylgir að grugg hefur komist af stað og gæti komist inn í heimæðar til notenda. Því gæti þurft að láta renna í einhverja stund til að skola betur úr kerfinu.
Eftir því sem best er vitað er gruggið bundið við dreifikerfið, til dæmis við Vallagötu þar sem nýr brunahani var skolaður. Gruggið kemur ekki úr vatnsbólinu og ætti vatnið að öðru leiti að vera í lagi.
Notendur eru hvattir til að láta renna úr krönum hjá sér verði þeir varir við grugg. Einnig hvetjum við til þess að notendur tilkynni slík atvik til HEF verði þeir varir við slíkt. Það er hægt með tölvupósti til hef@hef.is og í síma 4 700 780.