Fara í efni

Þorrinn var blótaður í Hlymsdölum

20.02.2025 Fréttir

Fólk með fötlun í Múlaþingi hélt sitt árlega Þorrablót í Hlymsdölum þann 12.febrúar.

Mæting var sérlega góð og fólk tilbúið í að eyða kvöldstund saman og blóta þorrann. Góður rómur var gerður af þorramatnum og fengu þeir kjarkmestu sér af öllum sortum.

Hljómsveitin ,,Hátt upp til hlíða" hélt svo uppi fjörinu eftir borðhaldið. Hljómsveitin er skipuð einvala liði af Héraði og þáðu þessir flottu tónlistarmenn einungis þorramat sem greiðslu fyrir að spila og skemmta á þorrablótinu og eiga þeir bestu þakkir fyrir.

Fólk dansaði og söng af hjartans list og var almennt sammála um að þorrablótið hefði verið einstaklega vel heppnað.

Þorrinn var blótaður í Hlymsdölum
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd