Fara í efni

Tafir á sorphirðu vegna snjóþyngsla

19.11.2024 Fréttir Egilsstaðir

Vakin er athygli á því að samkvæmt sorphirðudagatali á að losa tunnur undir pappír og plast á Egilsstöðum í dag. Vegna snjóa verða einhverjar tafir á sorphirðu en mikill snjór gerir sorplosun erfiða.
Mikilvægt er að íbúar moki frá tunnum svo sorplosun geti gengið sem hraðast fyrir sig. Vonast er til að losun ljúki fyrir næstu helgi.

Þá hefur sorphirðu í dreifbýli seinkað vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Til viðbótar setur tíðarfar á Fljótsdalshéraði strik í reikninginn varðandi sorphirðu þar.
Allt kapp er lagt á að koma sorphirðu í dreifbýli á áætlun en íbúar geta sent ábendingar eða kvartanir á umhverfisfulltrui@mulathing.is eða hringt í síma 470 0732.

Tafir á sorphirðu vegna snjóþyngsla
Getum við bætt efni þessarar síðu?