Fara í efni

Sveitar- og bæjarstjórar á Íslandi krefjast aðgerða

20.02.2025 Fréttir

Dagmar Ýr Stefánsdóttir sveitarstjóri Múlaþings skrifaði í vikunni grein með öðrum sveitar- og bæjarstjórum sem mótmæla lokun flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli. Lokunin hefur valdið vandræðum í flugi þar sem aðflug að vellinum verður erfiðara við ákveðin skilyrði og í vissum aðstæðum er ekki hægt að lenda. 

Benda greinarhöfundar á að við þær aðstæður sem nú eru fyrir hendi geti líf fólks og heilsa verið í húfi. 

Greini birtist á Vísi og hana má einnig finna hér:  ,,Reykja­vík er höfuð­borg okkar allra".

Sveitar- og bæjarstjórar á Íslandi krefjast aðgerða
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd