Múlaþing auglýsir til umsóknar styrki til íþrótta- og tómstundastarfs með umsóknarfrest til og með 16. mars 2025. Um er að ræða fyrri úthlutun ársins 2025.
Veittir eru styrkir til einstaklinga, hópa, félagasamtaka, fyrirtækja og stofnana til íþrótta- og tómstundatengdra verkefna.
Dæmi um verkefni sem fengu styrki í úthlutun síðasta árs má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.
Afgreiðsla styrkumsókna mun liggja fyrir í apríl 2025. Styrkir eru einungis greiddir út á því ári sem þeir eru veittir og færast ekki á milli ára nema sérstaklega sé um það samið. Næst verður auglýst í september, með umsóknarfrest til 15. október 2025.
Umsækjendur er hvattir til að kynna sér reglur um úthlutun styrkja en sótt er um rafrænt á ,,Mínum síðum" á heimasíðu Múlaþings.