Fara í efni

Stjórnendafræðsla frá Samtökunum 78

07.04.2025 Fréttir

Í lok síðustu viku sóttu stjórnendur Múlaþings fræðslu á vegum samtakanna 78 í gegnum Teams. Fræðslan fjallaði um hinseginleikann, kynhneigð, kynvitund, kyneinkenni og kyntjáningu. Farið var yfir helstu hugtök og orðanotkun tengda hinseginleikanum og fjallað um starf Samtakanna '78. Þá var einnig veitt rými fyrir umræður og spurningar.

Fræðslan er hluti af fræðslusamningi sem Múlaþing gerði við Samtökin ´78 frá árinu 2023. Samningurinn kveður á um árlega fræðslu, meðal annars til stjórnenda sveitarfélagsins. Fræðslan er einnig liður í að uppfylla markmið jafnréttisáætlunar Múlaþings

Stjórnendur voru ánægðir með fræðsluna og sammála um að hún myndi nýtast þeim í störfum sínum hjá sveitarfélaginu.

Stjórnendafræðsla frá Samtökunum 78
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd