Sveitarstjórn Múlaþings auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi fyrir Steinaborg skv. 1.mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, í samræmi við ákvörðun heimastjórnar Djúpavogs frá 3. maí 2021.
Deiliskipulagssvæðið nær yfir tæplega 6 ha lands. Tillagan gerir ráð fyrir endurbyggingu gamla bæjarins á Steinaborg ásamt byggingu íbúðarhúss, húsa fyrir gistiþjónustu, útihúsa, gróðurhúsa, vélageymslu, húss fyrir matvælaframleiðslu og söluskýlis til sölu afurða beint frá býli. Þá gerir tillagan ráð fyrir byggingu varnarmannvirkis til varnar ofanflóðum og grjóthruni.
Tillagan ásamt greinagerð og ofanflóðahættumati Veðurstofu Íslands munu liggja frammi á skrifstofum Múlaþings, Lyngási 12, Egilsstöðum og Bakka, Djúpavogi frá og með 10.júní nk. til 23.júlí 2021.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Athugasemdir skulu vera skriflegar og sendar til skipulagsfulltrúa Múlaþings, Lyngási 12, 700 Egilsstöðum eða á netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is.
Frestur til að skila inn athugasemdum er til föstudagsins 23. júlí 2021.
Hver sá, sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest, telst samþykkur henni.
Skipulagsfulltrúi Múlaþings