Fara í efni

Staða safnstjóra laus til umsóknar

03.07.2024 Fréttir Egilsstaðir

Minjasafn Austurlands á Egilsstöðum auglýsir stöðu safnstjóra lausa til umsóknar. Leitað er að drífandi, sjálfstæðum, hugmyndaríkum og metnaðarfullum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á sögu og menningararfi svæðisins.

Helstu verkefni:

Safnstjóri ber ábyrgð á faglegu starfi safnsins (svo sem söfnun, skráningu, varðveislu, rannsóknum, miðlun og fræðslu), daglegri starfsemi, rekstri, starfsmannamálum og markaðs- og kynningarmálum.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, til dæmis á sviði safnafræði, sagnfræði, þjóðfræði eða menningarmiðlunar.
  • Reynsla af safnastarfi er kostur.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði og þekking á fleiri tungumálum er kostur.
  • Góð almenn tölvukunnátta er skilyrði.
  • Frumkvæði, sjálfstæði í starfi og hæfni í mannlegum samskiptum er skilyrði.

Umsóknarfrestur er til og með 24. júlí 2024.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. september 2024. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Umsóknir skulu sendar á netfangið minjasafn@minjasafn.is og þeim skal fylgja starfsferilsskrá, upplýsingar um menntun og kynningarbréf sem greinir frá ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.

Nánari upplýsingar veitir Elsa Guðný Björgvinsdóttir, elsa@minjasafn.is og 867-3225.

Staða safnstjóra laus til umsóknar
Getum við bætt efni þessarar síðu?