Ungmennafélagið Neisti hélt æsispennandi spurningakeppni með tveimur kvöldum og úrslitaeinvígi. Fyrstu tvö kvöldin voru haldin í Löngubúð þar sem liðin kepptust um sæti á úrslitakvöldinu. Fyrsta kvöldið kepptu Grunnskólanemendur, Grunnskólakennarar, Lefever og Frú Stefanía. Sú viðureign endaði á sigri Lefever á Frú Stefaníu. Annað kvöldið kepptu Lindarbrekka, Baggi, Búlandstindur og Hótel Framtíð. Endaði kvöldið með sigri Búlandstinds á Bagga. Þá var ljóst að sigurliðin tvö voru Búlandstindur og Lefever en með þeim fylgdu tvö stigahæstu tapliðin Frú Stefanía og Baggi.
Úrslitakvöldið fór svo fram á Hótel Framtíð þann 20. maí þar sem Búlandstindur stóð upp sem sigurvegari í spurningakeppni Neista árið 2023.