Fara í efni

Skoðunaráætlun slökkviliðs Múlaþings 2025

23.01.2025 Fréttir

Skoðunaráætlun eldvarnareftirlits slökkviliðs Múlaþings fyrir árið 2025 hefur verið birt. Listaðar eru upp byggingar sem annaðhvort þurfa skoðun árlega eða fjórða hvert ár. Við ákvörðun um skoðun er stuðst við byggingareglugerð og reglugerð um eldvarnir og eldvarnareftirlit. Viðbúið er að fleiri byggingar en þær sem eru á listanum verði skoðaðar eftir því sem ástæða þykir til. Eldvarnareftirlitið hefur samband við eigendur bygginga til að fastsetja skoðunartíma þegar kemur að skoðun.

Eldvarnareftirlit er mikilvægur þáttur í forvörnum og eru eigendur bygginga hvattir til að bregðast sem fyrst við athugasemdum ef einhverjar eru. Benda má á að eigendur bygginga geta alltaf haft samband við eldvarnareftirlitið til að fá upplýsingar og leiðbeiningar í gegnum netfangið baa@eldvarnaeftirlit.is. Einnig geta eigendur bygginga óskað eftir því að fá eldvarnareftirlitið í heimsókn ef þurfa þykir.

Samkvæmt reglugerð nr. 723/2017 um eldvarnir og eldvarnareftirlit ber slökkviliðsstjóra að gefa út eftirlitsáætlun ársins þar sem gerð er grein fyrir því hvaða mannvirki, lóðir og starfsemi í sveitarfélaginu muni sæta eldvarnareftirliti það árið og birta á heimasíðu sveitarfélagsins.

Skoðunaráætlun slökkviliðs Múlaþings 2025
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd