Skautasvellið við Samfélagssmiðjuna (gamla Blómabæ) á Egilsstöðum er klárt til notkunar.
Þessa dagana eru kjöraðstæður til þess að renna sér um á skautum og er það hin besta fjölskylduskemmtun.
Sveitarfélagið vill þó árétta að börn eru á ábyrgð forsjáraðila og mikilvægt að þau allra yngstu séu í fylgd með fullorðnum. Þá hefur borið nokkuð á því að þau sem eru að nýta sér svellið séu ekki með hjálma en af öryggisástæðum er full ástæða til að vera með hjálm og rétt að brýna fyrir notkun þeirra. Á síðu HMS má finna leiðbeiningar um hvað skuli hafa í huga þegar nýr hjálmur er keyptur og hvernig er best að stilla hann.
Íbúar eru hvattir til að gera sér glaðan dag, skapa minningar og njóta þess sem veturinn hefur upp á að bjóða.