Fara í efni

Seinni úthlutun íþrótta- og tómstundastyrkja 2024

20.11.2024 Fréttir

Í byrjun nóvember úthlutaði Fjölskylduráð Múlaþings styrkjum til íþrótta- og tómstundastarfs. Um var að ræða seinni úthlutun vegna verkefna á árinu 2024.
Alls bárust 17 umsóknir og sótt var um tæpar 6 milljónir. Til úthlutunar var 1 milljón. Verkefnin voru fjölbreytt, skapandi og metnaðarfull og þakkar Fjölskylduráð umsækjendum fyrir allar umsóknirnar

Þau verkefni sem hlutu styrk í seinni úthlutun ársins 2024 eru eftirfarandi:

  • Stofnun fimleikadeildar á Djúpavogi, 200.000 kr.
  • Tölva fyrir QED hermi í inniaðstöðu Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs, 200.000 kr.
  • Skíðagönguspor í Selskógi og Fjarðarheiðin á vegum „Egilsstaðasporsins“, 250.000 kr.
  • Úrbætur á útikennslustofu á Seyðisfirði, 200.000 kr.
  • Þátttaka í landsliðsverkefni vegna Evrópumóts í hópfimleikum, október 2024 í Baku í Azerbaijan, 100.000.

Opnað verður fyrir umsóknir í fyrri úthlutun fyrir árið 2025 í febrúar næstkomandi.

Seinni úthlutun íþrótta- og tómstundastyrkja 2024
Getum við bætt efni þessarar síðu?