Árleg undankeppni Söngkeppni Samfés var haldin með pompi og prakt í Egilsstaðaskóla föstudaginn 28. mars. Undankeppnin ber heitið Samaust og er fastur liður í félagslífi unglinga á Austurlandi en hann sækja allir unglingar Múlaþings, Fjarðarbyggðar og Vopnafjarðar.
Sjö söngatriði komu fram og allir keppendur stóðu sig með stakri prýði. Fór svo að Jóna Þyrí Snæbjörnsdóttir úr Nýung á Egilsstöðum bar sigur úr bítum með laginu „Black Velvet“ eftir Alannah Myles. Í öðru sæti var Blær Ágúst úr Atóm í Neskaupsstað með lagið „Ment to be yours“ og því þriðja voru Bríet Krista og Hanna Sólveig með lagið „Ocean eyes“ eftir Billie Eilish.
Þátttökurétt í Söngkeppni Samfés hljóta því Jóna og Blær sem verða stolt Austfjarða og prýði árið 2025.
Að söngkeppni lokinni var splæst í mikinn dansleik. Þar stigu á svið DJ Tony og tónlistarmaðurinn Birnir. Hátíðin fór vel fram í alla staði og hegðun allra viðburðargesta var til fyrirmyndar!