Fara í efni

Rýmingarkort vegna ofanflóðahættu aðgengileg á kortasjá sveitarfélagsins

16.12.2024 Fréttir Seyðisfjörður

Eins og getið var um á dögunum tóku ný rýmingarkort vegna ofanflóða gildi þann 27. nóvember síðastliðinn fyrir Seyðisfjörð, Neskaupstað, Eskifjörð, Fáskrúðsfjörð og Stöðvarfjörð. Ofanflóðasérfræðingar á Veðurstofunni unnu með Almannavarnanefnd Austurlands undanfarið ár að uppfærslu þessara korta.

Boðið var upp á opna kynningarfundi á kortunum dagana 3. til 5. desember. Þau eru nú aðgengileg á kortasjám á heimasíðum Fjarðabyggðar og Múlaþings undir flipanum „Skipulag“ í kortasjá og þar undir valmöguleikanum „Rýmingarsvæði“.

Ein mikilvægasta breytingin frá fyrri kortum er að nú eru þau sett fram á stafrænan hátt. Komi til rýminga er auðvelt að sjá á kortunum hvaða rýmingareiti um ræðir auk þess sem litir reitanna breytast eftir því hvort rýming er í gangi eða henni lokið. Með notkun landupplýsingakerfa sveitarfélaganna uppfærast kortin auk þess um leið og breytingar verða á umhverfi áðurnefndra staða með nýjum loftmyndum sem reglulega eru uppfærðar á kortasjá. Þá einfaldar stafræn framsetning kortanna viðbragðsaðilum vinnu sína ef kemur til rýminga.

Íbúar eru hvattir til fara inn á kortasjá sveitarfélagsins og kynna sér rýmingarkortin.

Rýmingarkort vegna ofanflóðahættu aðgengileg á kortasjá sveitarfélagsins
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd