Á dögunum var tekinn í notkun nýr leikkastali á fjölskyldu- og útivistarsvæði Djúpavogsbúa í Blánni. Kaup og uppsetning á kastalanum var samstarfsverkefni Múlaþings, heimastjórnar á Djúpavogi, Kvenfélagsins Vöku og foreldrafélaga leik- og grunnskólans. Leikkastalinn er ætlaður börnum frá 3-15 ára og hefur hann verið mikið notaður fyrstu dagana.
Múlaþing þakkar samvinnuna við verkefnið og óskar börnum á Djúpavogi til hamingju með leikkastalann.