Sú skemmtilega hefð hefur verið viðhöfð um árabil á Seyðisfirði að sveitarstjóri ásamt starfsmanni skrifstofu heimsæki öll nýfædd börn á Seyðisfirði og leysi þau út með gjöf. Hefðin datt niður á tímabili vegna covid en hefur verið endurvakin að nýju.
Inga Þorvaldsóttir, fulltrúi sveitarstjóra, ásamt Hildi Þórisdóttur, starfsmanns skrifstofu, heimsóttu hluta af barnahópnum og færðu þeim gjafir.
Nýir Seyðfirðingar sem fengu heimsókn eru eftirfarandi:
- Alice Þórstína Sigurðardóttir fæddist 25. júlí 2023. Foreldrar hennar eru Jessica Carolina Stocks og Sigurður Snæbjörn Stefánsson. Alice er fyrsta barn foreldra sinna.
- Írena Björt Birkisdóttir fæddist 28. júní 2023. Foreldrar hennar eru Erna Rut Rúnarsdóttir og Birkir Friðriksson. Hún er þriðja barn foreldra sinna.