Fara í efni

Ný rýmingarkort kynnt í Herðubreið

02.12.2024 Fréttir Seyðisfjörður

Undanfarið ár hafa sérfræðingar Veðurstofu Íslands unnið með Almannavarnarnefnd Austurlands að því að uppfæra rýmingarkort vegna ofanflóðahættu fyrir þéttbýlin í Múlaþingi og Fjarðabyggð. Um er að ræða rýmingarkort fyrir Seyðisfjörð, Neskaupstað, Eskifjörð, Fáskrúðsfjörð og Stöðvarfjörð sem tóku gildi í síðustu viku.

Á vegum Almannavarnanefndar Austurlands verður haldinn fundur þriðjudaginn 3. desember, klukkan 17.00 í Herðubreið þar sem þessi nýju rýmingarkort verða kynnt. Íbúar eru eindregið hvattir til að mæta.

Ein mikilvægasta breytingin er sú að nú eru kortin sett fram á stafrænan hátt og verða aðgengileg á kortasjá á heimasíðu sveitarfélaganna sem um ræðir, Múlaþings og Fjarðabyggðar og taka þannig tillit til breytinga innan þéttbýlanna með nýjum götum og húsum. Þá mun þetta einfalda skipulag og vinnu viðbragðsaðila ef til rýminga kemur til að vinna með nýjustu landupplýsingar og önnur stafræn gögn og þannig efla almannavarnarviðbragð.

Ný rýmingarkort kynnt í Herðubreið
Getum við bætt efni þessarar síðu?