Fara í efni

Múlaþing í 5. sæti yfir Sveitarfélög ársins

05.11.2024 Fréttir

Múlaþing lenti í 5. sæti af 22 í viðhorfskönnuninni ,,Sveitarfélag ársins".

Gallup framkvæmir könnunina og er henni ætlað að stuðla að blómlegu og heilbrigðu starfsumhverfi starfsfólks sveitarfélaga. Könnunin er samstarfsverkefni tíu stéttarfélaga innan BSRB. Á Austulandi náði hún til starfsmanna í FOSA sem er félag opinberra starfsmanna á Austurlandi.

,,Það er mjög ánægjulegt að sjá þætti eins og jafnrétti, stjórnun og starfsanda skora hátt ásamt því að starfsfólk er almennt stolt og ánægt að starfa fyrir sveitarfélagið. Það er til marks um að sú vinna sem sveitarfélagið hefur verið í síðustu misseri varðandi bætt vinnuumhverfi og markvissa þjálfun stjórnenda er að skila sér í ánægðara starfsfólki og auknu jafnrétti á vinnustöðum Múlaþings." Segir Sigrún Hólm Þórleifsdóttir verkefnastjóri mannauðs hjá sveitarfélaginu.

Hægt er að lesa sér frekar til um könnunina á heimasíðu sem tileinkuð er verkefninu.

Múlaþing í 5. sæti yfir Sveitarfélög ársins
Getum við bætt efni þessarar síðu?