Um helgina verður mikið að gerast í Sláturhúsinu Menningarmiðstöð.
Jólasýning Sláturhússins opnar á laugardag klukkan 13:00 en þar sýna austfirskir listamenn verk sín.
Í dag, föstudag, er unnið að fullu við uppsetningu á sýningunni og óhætt er að segja að mikil fjölbreytni er í úrvali verka; olíumálverk, grafík, ljósmyndir, keramík, og margt fleira. Einnig verða til sölu ljósmyndabækur með verkum eftir listafólk sem að sýnt hefur í Sláturhúsinu.
Þetta er sölusýning og hvetjum við alla til að kíkja við og kannski næla sér í einstaka gjöf í jólapakkann. Opnunin er sem áður sagði á laugardag klukkan 13:00 og verður boðið upp á jólaglögg fyrir gesti.
Sýningin verður síðan opin á eftirfarandi tímum:
Laugardaginn 14. desember klukkan 13-17
Sunnudaginn 15. desember klukkan 13-17
Mánudaginn 16. desember - föstudagsins 18.desemver klukkan 12-18 en síðasti opnunardagur er föstudagurinn 20.desember.
Á sunnudag mætir síðan Hallgrímur Helgason með 60 kíló af hamingju