Þann 1. nóvember tekur Kubbur ehf. við meðhöndlun úrgangs í Múlaþingi. Fyrirtækið mun sinna sorphirðu frá heimilum, rekstri móttökustöðva á Egilsstöðum og Seyðisfirði og þjónusta móttökustöðina á Djúpavogi.
Nýr opnunartími gámastöðva á Egilsstöðum og Seyðisfirði verður eftirfarandi:
Egilsstaðir
Tjarnarás 11
Virka daga: 13:00 - 17:00
Laugardaga: 10:00 - 14:00
Seyðisfjörður
Fjarðargötu
Þriðjudaga og fimmtudaga: 14:00 – 17:00
Laugardaga: 11:00 - 13:00
Hirðutíðni mun haldast óbreytt og gildir útgefið sorphirðudagatal út árið eða þar til nýtt verður gefið út. Líkt og áður skal líta á sorphirðudagatalið sem viðmiðunardagatal en veðurfar og aðrir ófyrirséðir þættir geta haft áhrif á losun.
Verði misbrestur á hirðu eru íbúar beðnir um að tilkynna það með því að senda tölvupóst á netfangið umhverfisfulltrui@mulathing.is. Ef spurningar vakna eða ef eitthvað má betur fara, vinsamlegast sendið ábendingu eða hafið samband í síma 4 700 700.
Frekari breytingar við meðhöndlun úrgangs í Múlaþingi verða tilkynntar síðar.