Fara í efni

Lengdur opnunartími á föstudag á Borgarfirði og Djúpavogi

28.11.2024 Fréttir Borgarfjörður Djúpivogur Egilsstaðir Seyðisfjörður

Vegna óhagstæðs veðurútlis á laugardaginn, kjördag, verður opnunartími skrifstofanna á Borgarfirði eystra og á Djúpvogi lengdur þannig að fólki gefist frekari möguleiki til að kjósa þar utan kjörfundar. Skrifstofan á þessum stöðum verður opin frá klukkan 8:30 til 14:00, föstudaginn 29. nóvember.

Eins og áður hefur komið fram verður einnig hægt að kjósa utan kjörfundar þennan dag á Egilsstöðum, á skrifstofu Sýslumanns að Lyngási 15, frá klukkan 9:00 til 17:00 og á Seyðisfirði, á skrifstofu Sýslumanns að Bjólfsgötu 7, frá klukkan 9:00 til 14:00.

Lengdur opnunartími á föstudag á Borgarfirði og Djúpavogi
Getum við bætt efni þessarar síðu?