Umhverfis- og framkvæmdasvið leitar að öflugum einstaklingi í starf verkefnastjóra framkvæmdamála. Um er að ræða 100% framtíðarstarf en æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Helstu verkefni verkefnastjóra framkvæmdamála eru:
- Utanumhald um byggingar og mannvirki í eigu sveitarfélagsins.
- Gerð viðhaldsáætlana og umsjón með viðhaldi.
- Samskipti við forstöðumenn stofnana, úttektaraðila og leigjendur.
- Nýframkvæmdir í byggingum og gatnagerð.
- Umsjón með gerð kostnaðar- og framkvæmdaáætlana og útboðsgagna.
- Samskipti við hönnuði og verktaka, sitja verkfundi og fundi í byggingarnefndum.
- Árlegar úttektir og úttektir við leigjandaskipti.
Nánari upplýsingar og umsókn um starfið má finna á starfasíðu sveitarfélagsins hjá Alfreð: Verkefnastjóri framkvæmdamála | Umhverfis-og framkvæmdasvið (alfred.is).