Fjölskyldusvið leitar að öflugum einstaklingi í starf verkefnastjóra frístunda og forvarna. Um er að ræða 100% framtíðarstarf frá og með 1. janúar næstkomandi (eða eftir samkomulagi).
Starfið heyrir undir skóla- og frístundaþjónustu en sveitarfélagið vinnur að samþættri þjónustu í þágu farsældar barna og er um spennandi þróunarstarf að ræða. Verkefnastjóri er tengiliður félagsmiðstöðva og frístunda við fjölskyldusvið og hefur einnig yfirumsjón með forvarnarmálum.
Nánari upplýsingar og umsókn um starfið má finna á starfasíðu sveitarfélagsins hjá Alfreð: Verkefnastjóri frístunda og forvarna | Fjölskyldusvið (alfred.is).