Fara í efni

Krabbameinsfélag Austurlands gefur leikskólum sólarvörn

10.04.2025 Fréttir

Krabbameinsfélag Austurlands gaf á dögunum leikskólum á sínu starfssvæði sólarvörn. Til þess fékk félagið góðan styrk frá Lyfju á Egilsstöðum.

Alls fengu sjö leikskólar á Austurlandi sólarvörn að gjöf. 

Eitt af markmiðum Krabbameins­félagsins er að fækka þeim sem fá krabbamein með öflugum forvörnum. Sólarvarnir skipta miklu máli fyrir alla og sérstaklega fyrir börn, sem eru viðkvæmari fyrir sólargeislum, en skaði af völdum geislum sólarinnar getur leitt til húðkrabbameins síðar á ævinni.

Á Íslandi þarf að huga að sólarvörnum frá apríl fram í september, sér í lagi milli klukkan 10 og 16. Þetta er tíminn sem mörg börn eru í leikskóla og því mikilvægt að þar sé gætt vel að sólarvörnum.

Á myndinni má sjá Jónu Björg Sveinsdóttur (fyrir miðju) færa leikskólanum Tjarnarskógi sólarvörn fyr…
Á myndinni má sjá Jónu Björg Sveinsdóttur (fyrir miðju) færa leikskólanum Tjarnarskógi sólarvörn fyrir hönd Krabbameinsfélags Austurlands. Á myndinni eru einnig Sigríður Herdís Pálsdóttir (til vinstri) og Heiðdís Ragnarsdóttir (til hægri)
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd