Á heimasíðu sveitarfélgsins er nú ábendingagátt, hún nýtist sem verkfæri fyrir íbúa til þess að koma ábendingu áleiðs með skilvirkum og fljótlegum hætti.
Er eitthvað sem þarfnast lagfæringar og þú vilt koma á framfæri? Hvort sem það er í umhverfinu, tengist þjónustu Múlaþings eða öðru sem þú telur eiga erindi við sveitarfélagið. Ef þú sérð eitthvað í umhverfinu sem betur á fara getur þú gripið tæifærið tekið upp símann og sent ábendingu. Hægt er að senda mynd með ábendingunni ásamt staðsetningu á korti ef við á. Starfsfólk tekur við ábendingunum og kemur þeim í réttan farveg, og þú færð að fylgjast með framvindu mála ef þú sendir okkur netfangið þitt með ábendingunni.
Íbúar eru hvattir til að nýta sér þetta verkfæri til að stuðla að betra sveitarfélagi.