Fara í efni

Kerrur og bílar torvelda snjómokstur

06.12.2024 Fréttir Egilsstaðir Seyðisfjörður

Starfsmenn þjónustumiðstöðva Múlaþings og verktakar hafa unnið hörðum höndum að snjómokstri undanfarna daga og vikur. Almennt hefur gengið vel en bílar og kerrur á götum og í almenningsstæðum í íbúðarhverfum torvelda og tefja verulega snjómokstur. Vakin er athygli á því að á Fljótsdalshéraði og á Seyðisfirði er óheimilt að leggja eftirvögnum á götum og í almenningsstæðum í íbúðarhverfum þar á meðal á snúningssvæði í botnlangagötum. Þetta á jafnframt við um bifreiðar, vinnuvélar eða önnur ökutæki sem eru óskráð eða óökufær. Almenningsbílastæði í Múlaþingi eru ekki ætluð til geymslu ökutækja eða ökutækjahluta til lengri tíma.

Eigendur slíkra eftirvagna eða ökutækja eru beðnir um að færa þau þangað sem heimilt er að leggja, til dæmis í þar til gerð stæði innan lóða sinna. Íbúar eru jafnframt beðnir um að leggja bifreiðum í bílastæði innan lóða þar sem því er við komið og aðeins vinstra megin í botnlangagötur. Almennt eru íbúar svo beðnir um að vera liðlegir við að færa til bíla þannig að snjómokstur geti gengið sem allra best fyrir sig.

Frekari upplýsingar um umferð á Fljótsdalshéraði má nálgast hér og á Seyðisfirði hér.

Upplýsingar um vetrarþjónustu í Múlaþingi má nálgast hér.

Kerrur og bílar torvelda snjómokstur
Getum við bætt efni þessarar síðu?