Heimastjórn Seyðisfjarðar boðar til opins íbúafundar mánudaginn 25. nóvember næstkomandi frá klukkan 17:00 til 19:00 í Herðubreið.
Tilgangur fundarins er að upplýsa íbúa Seyðisfjarðar um stöðu ýmissa verkefna á Seyðisfirði. Opið verður fyrir almennar fyrirspurnir í lok fundar.
Dagskrá:
Eftirfarandi aðilar verða með erindi:
- Björn Ingimarsson, sveitastjóri Múlaþings – staða mála
- Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri – skólinn, kynning á frumathugun
- Hugrún Hjálmarsdóttir, framkvæmda- og umhverfismálastjóri - Göngustígur að Gufufossi og fleira
- Aðalsteinn Þórhallsson framkvæmdastjóri HEF veitna - fjarvarmaveita
- Opið fyrir almennar umræður
Vakin er athygli á liðnum fjarvarmaveita og er fólk eindregið hvatt til að mæta þar sem farið verður yfir stöðuna sem Seyðfirðingar standa frammi fyrir.
Jónína Brynjólfsdóttir, formaður heimastjórnar Seyðisfjarðar stýrir fundi.
Kaffi og kruðerí á boðstólnum,
Heimastjórn Seyðisfjarðar.