Haldnir verða íbúafundir á vegum heimastjórnar Fljótsdalshéraðs mánudaginn 7. apríl 2025.
- Í Brúarásskóla kl. 17.00
- Í gamla barnaskólanum Eiðum kl. 20.00
Á fundinn mæta starfsmenn umhverfis- og framkvæmdasviðs sem munu kynna vinnu við flokkun landbúnaðarlands og skráningu vega í náttúru Íslands, sem unnið er að samhliða gerð aðalskipulags fyrir Múlaþing.
Landeigendur og ábúendur jarða á Fljótsdalshéraði eru hvattir til að mæta.
Ítarlegri upplýsingar um gerð aðalskipulags Múlaþings og um skráningu vega og flokkun landbúnaðarlands má finna hér.