Fara í efni

Hrekkjavökufjör í Stólpa

04.11.2024 Fréttir

Vinsældir og áhugi á Hrekkjavökunni hefur farið vaxandi í Stólpa í takt við aukna þátttöku landsmanna í þessari skemmtilegu hefð.

Síðastliðin fimm ár hefur októbermánuður farið í Hrekkjavökutengda afþreyingu á Stólpa. Hlustað hefur verið á tónlist, horft á bíómyndir, list sköpuð sem og allskonar skreytingar. Flestar Hrekkjuvökuskreytingar í Stólpa eru gerðar af því fólki sem kemur í Stólpa í hæfingu og iðju. Einnig voru gerðar Hrekkjavökukökur sem fólk gæddi sér á á sjálfan Hrekkjavökudaginnþann 31.oktober. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur, þar sem notendur og starfsfólk klæðir sig upp, fær andlitsmálningu og vinnustaðurinn er skreyttur og settur í hryllilegan búning. Eins og meðfylgjandi myndir sýna var mikið fjör í ár og fólk skartaði alls konar ógnvænlegum gervum.

Gaman er að segja frá því að árið 2022 tók Stólpi þátt í listasýningu í tengslum við hátíðina Daga myrkurs, en þeir eru einmitt haldnir í sama mánuði. Sýningin var í Sláturhúsinu og unnin í samstarfi við Lóu Björk Bragadóttur listakonu. Viðburðurinn heppnaðist einstaklega vel og hlaut mikið lof.

Hrekkjavökufjör í Stólpa
Getum við bætt efni þessarar síðu?