Í dag eru 150 ár liðin frá því að fyrsti kvenljósmyndarinn á Íslandi, Nicoline Weywadt, sneri til baka til Djúpavogs frá námi í Danmörku.
Heimkoma Nicoline markaði tímamót í atvinnusögu kvenna á Íslandi. Næstu þrjá áratugi stundaði hún ljósmyndun, fyrst með aðsetur á Djúpavogi en eftir að faðir hennar lést árið 1883 tók Nicoline yfir rekstur bæjarins á Teigarhorni og setti þar upp vinnustofu fyrir ljósmyndunarstörf sín. Hún tók bæði manna- og landslagsmyndir. Nicoline þjálfaði systurdóttur sína, Hansínu Regínu Björnsdóttur sem aðstoðarmann sinn. Árið 1888 sneri Nicoline aftur til Kaupmannahöfnar til að öðlast reynslu í ljósmyndun með þurrplötum. Síðar, eða um 1903 eftirlét hún Hansínu, sem hafði útskrifast úr ljósmyndun í Kaupmannahöfn árið 1902, stjórn á ljósmyndastofunni. Nicoline Weywadt lést þann 20. febrúar árið 1921 og er jörðuð í Hálskirkjugarði.