Frá árinu 2013 hefur samfélagið á Djúpavogi tileinkað sér hugmyndafræði um hæglæti, svonefnt Cittaslow. Síðastliðin 4 ár hefur innleiðingu hugmyndafræðinnar inn í grunnskólann og leikskólann á Djúpavogi verið fylgt eftir og ferlið kvikmyndað. Úr varð heimildarmyndin Hamingjan býr í hæglætinu sem nú er komin á dagskrá RÚV 7. janúar kl. 20:00. Farið er yfir hvernig má hafa hæglætið hugfast í kennsluumhverfinu og lífinu sjálfu.
Frekari upplýsingar um Cittaslow hugmyndafræðina á Djúpavogi má finna hér.