Nú er daginn farið að lengja og því ekki seinna vænna fyrir ungmenni og önnur, 18 ára og eldri, sem eru að leita sér af starfi fyrir sumarið að byrja að skoða það sem er í boði.
Líkt og áður verður fjöldi skemmtilegra starfa í boði hjá sveitarfélaginu.
Hægt er að finna störf í öllum kjörnum Múlaþings. Þau eru margvísleg og ættu flest að geta fundið eitthvað við hæfi.
Öll eru hvött til að sækja um að verða hluti af fjölbreyttum hópi starfsfólks Múlaþings og taka þátt í að skapa hvetjandi starfsumhverfi þar sem lögð er áhersla á jöfn tækifæri, starfsþróun, traust og virðingu.
Á öllum starfsstöðvum sveitarfélagsins er unnið í takt við mannauðsstefnu sveitarfélagsins. Hægt er að lesa nánar um þau störf sem eru í boði og sækja um á Alfreð síðu Múlaþings.