Upplýsingafundur um sorpmál sveitarfélagsins var sendur út seinni partinn í gær.
Á fundinum var farið yfir orðnar og fyrirhugaðar breytingar í sorphirðumálum sveitarfélagsins. Þá var farið yfir úboðsmál og þá röskun sem hefur verið í sorphirðu.
Kubbur kynnti einnig fyrirtækið og starfsemi þess.
Dagmar Ýr sveitarstjóri stýrði fundinum og gafst íbúum tækifæri á að senda inn spurningar fyrir fundinn sem og á meðan honum stóð.
Hér má nálgast glærurnar með kynningunni sem Stefán Aspar verkefnastjóri umhverfismála fór yfir á upplýsingafundinum.
Íbúar eru hvattir til að nota áfram ábendingagáttina til þess að koma á framfæri athugasemdum varðandi sorpmál.